Skinku snúðar með djúsí ostafyllingu sameinar allt það besta úr skinkuhornum og pizzasnúðum.
Deigið í snúðunum er mjúkt en ekki of þykkt svo fyllingin er í aðalhlutverki. Fyllingin saman stendur af fullt af rifnum osti, rjómaosti og skinku sem gerir snúðana alveg ferlega djúsí og góða!
Það er afskaplega einfalt að útbúa þessa snúða, deigið er fljótlegt en það er í góðu lagi að smella öllu í einu ofan í skálina og hræra saman. Svo er bara að fletja út og smella fyllingunni á, rúlla upp, skera og baka.
Athugið: Hægt er að baka snúðana á smjörpappír með góðu millibili á milli og gera þannig einstaka snúða, ekki snúðaköku.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
2 ½ dl volg mjólk
12 g þurrger
2 egg
1 msk hunang
2 msk brætt smjör
7-8 dl hveiti
½ tsk salt
300 g rjómaostur
400 g rifinn mozzarella frá Örnu
200 g skinka
Oreganó
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.