Þessi ís er fullkominn í áramótaboðið og mælum við hiklaust með því að þið prófið og til að toppa herlegheitin fylgir einnig með uppskrift af toblerone sósu til að bera fram með ísnum 🙂

Toblerone ís að hætti Völlu https://grgs.is/recipe/allra-besti-toblerone-isinn/

Það sem þarf: 

5 egg aðskilin

65 g sykur

1/2 l rjómi frá Örnu, þeyttur

360 g toblerone (1 stórt stykki)

Aðferð:

  1. Aðskiljið eggin og takið hvíturnar frá.
  2. Þeytið eggjarauður og sykur vel saman þar til létt og ljóst
  3. Bræðið 200 g af toblerone yfir vatnsbaði og saxið rest.
  4. Stífþeytið rjómann í einni skál og stífþeytið eggjahvíturnar í annarri
  5. Kælið brædda toblerone-ið og blandið því varlega saman við eggjarauðu blönduna
  6. Hrærið rjómann varlega saman við eggjarauðublönduna ásamt söxuðu toblerone-i
  7. Að síðustu, hrærið þið varlega stífþeyttu eggjahvítunum vel en varlega saman við ísblönduna með sleikju. Skiptið í form og frystið í að minnsta kostið 5 tíma eða yfir nótt.

Toblerone sósa: 

200 g saxað toblerone

1 dl rjómi, meira ef þið viljið þynnri sósu

Setið rjóma í pott og hitið rjómann að suðu. Bætið toblerone-i saman við og hrærið vel saman við vægan hita. Þegar súkkulaðið er brætt er sósan tilbúin.