Þessa girnilegu tertu gerði Valgerður hjá Gulur rauður grænn og salt. Kaffi, súkkulaði, grísk jógúrt og rjómi, þessi samblanda getur ekki klikkað og mælum við hiklaust með því að þið prófið þessa 🙂

Myndir og uppskrift: Valgerður, https://grgs.is/recipe/sukkuladi-kahlua-jogurt-terta/

Það sem þarf: 

350 g hafrakess, heimagert eða keypt tilbúið

130 g brætt smjör

600 g grísk jógúrt með kaffi og súkkulaði

250 ml rjómi

5 matarímsblöð

3 msk kahlua (má sleppa og nota kalt kaffi)

130 g flórsykur

100 g súkkulaði, brætt

2 tsk vanilluessence

1 kaldur espresso

Aðferð:

  1. Myljið kex í matvinnsluvél og blandið bræddu smjöri saman við
  2. Þjappið í lausbotna form, 26cm er fínt
  3. Leggið matarlímsblöð í kalt vatn og þeytði rjóma ásamt flórsykrinum
  4. Setjið jógúrtina í skál
  5. Bræðið matarlím í kahlua/kaffi og bræðið súkkulaði
  6. Blandið rjómanum út í jógúrtina ásamt bræddu matarlíminu. Blandið espresso og súkkulaði saman við með sleikju. Þegar allt er samlagað fer jógúrtblandan yfir kexbotninn og kælið í ísskáp, helst alveg yfir nótt
  7. Þeytið eftir smekk með súkkulaði ganache og þeyttum rjóma ef vill.