Arna- laktósafríar mjólkurvörur2018-05-30T11:50:33+00:00

Þykk ab-mjólk, bragðbætt

-án laktósa

Arna hefur sett á markað fjórar bragðtegundir af þykkri ab-mjólk. Við þróun á þessari vöru má segja að gamla góða ab-mjólkin hafi verið tekin á næsta stig þar sem hún inniheldur bæði ab-gerla og hátt hlutfall af hágæða mjólkurpróteinum en í hverri dós eru 18 gr. af próteinum.
Bragðtegundir sem eru í boði eru rabbabari/jarðaberja, vanilla, appelsína/engifer og súkkulaði/mynta.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa

Þykk ab-mjólk, bragðbætt

-án laktósa

Arna hefur sett á markað fjórar bragðtegundir af þykkri ab-mjólk. Við þróun á þessari vöru má segja að gamla góða ab-mjólkin hafi verið tekin á næsta stig þar sem hún inniheldur bæði ab-gerla og hátt hlutfall af hágæða mjólkurpróteinum en í hverri dós eru 18 gr. af próteinum.
Bragðtegundir sem eru í boði eru rabbabari/jarðaberja, vanilla, appelsína/engifer og súkkulaði/mynta.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa

Gómsætar nýjungar

– frískandi, unaðslega freistandi og seiðandi

Arna hefur sett á markað 4 nýjar bragðtegundir í skyri. Við þróun á nýja skyrinu var magni af viðbættum sykri haldið í lágmarki án þess þó að það kæmi niður á bragðgæðum. Skyrið inniheldur hátt hlutfall af hágæða mjólkurpróteinum og er áferðin því silkimjúk.
Bragðtegundir sem eru í boði eru kókos, kirsuberja, epli/lime og mangó.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa

Gómsætar nýjungar

– frískandi, unaðslega freistandi og seiðandi

Arna hefur sett á markað 4 nýjar bragðtegundir í skyri. Við þróun á nýja skyrinu var magni af viðbættum sykri haldið í lágmarki án þess þó að það kæmi niður á bragðgæðum. Skyrið inniheldur hátt hlutfall af hágæða mjólkurpróteinum og er áferðin því silkimjúk.
Bragðtegundir sem eru í boði eru kókos, kirsuberja, epli/lime og mangó.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa

Bragðbætt skyr án viðbætts sykurs

-án laktósa

Arna hefur þróað nýtt skyr sem kemur í staðinn fyrir gamla skyrið okkar. Nýja skyrið inniheldur hærra hlutfall af mjólkurpróteinum, er án gelatíns, inniheldur engan viðbættan sykur en er sætt með stevíu, sem er 100% náttúrulegt sætuefni. Nýja skyrið mun því koma til móts við óskir neytenda um hollari og sykurminni mjólkurvörur.

Fáanlegt í 200g dósum með skeiðarloki og 500g dósum.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa
 • stevia-logo

Bragðbætt grísk jógúrt

-án laktósa og sykurskert

Við þróun á jógúrtinu var lögð áhersla á að minnka innihald af viðbættum sykri án þess þó að það kæmi niður á gæðum. Í jógúrtið er notuð blanda af stevíu og sykri og er viðbættur sykur aðeins 2%. Jógúrtið er framleitt úr nýmjólk, inniheldur hátt hlutfall af hágæða mjólkurpróteinum og áferðin er silkimjúk og rjómakennd. Gríska jógúrtið kemur því til móts við óskir neytenda um sykurminni og hollari mjólkurvöru.

Fáanlegt í 200g dósum með skeiðarloki og 500g dósum.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa
 • stevia-logo

Hrein grísk jógúrt -fyrir matgæðinga

-án laktósa

Jógúrtið er bragðmikið og ferskt, hefur þykka og rjómakennda áferð, er laktósafrítt eins og aðrar Örnu vörur og inniheldur 10% fitu. Hentar í kaldar sósur, dressinga og ýmsa kalda rétti.

Fáanlegt í 200 og 500 g. dósum.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa

Grísk haustjógúrt

-án laktósa

Árstíðarvara – með íslenskum aðalbláberjum

Arna stefnir að því að setja – annað slagið – á markað árstíðavörur í ákveðnu upplagi. Því fer vel á því að búa til grískt jógúrt með háu hlutfalli af íslenskum aðalbláberjum. Þessi vara verður til á meðan bláberin endast !

Fánlegt í snotrum glerkrukkum með loki. Innihald 230 gr.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa
Grísk jólajógúrt frá Örnu mjólkurvinnslu

Grísk jólajógúrt

-án laktósa

Árstíðarvara – með bökuðum eplum og kanil

Í tilefni jólanna langar okkur að bjóða upp á hátíðlega gríska jólajógúrt, sem er bragðbætt með bökuðum eplum og kanil. Þessi vara verður til í takmörkuðu upplagi fram að jólum, eða á meðan birgðir endast.

Við þökkum fyrir góðar viðtökur á árinu sem er að líða og óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Fáanlegt í snotrum glerkrukkum með loki. Innihald 230 gr.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa

50% minni viðbættur sykur

-án laktósa

Arna hefur þróað jógúrt í hálfslítra fernum til að koma til móts við óskir neytenda um hollari og sykurminni mjólkurvörur. Í jógúrtið er notuð blanda af sykri og Steviu, en það er 100% náttúrulegt sætuefni.

Jógúrtin inniheldur einungis 2% af viðbættum sykri en hefur samt góða fyllingu og bragðast vel.

Fáanlegt í 1/2 fernum.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa
 • stevia-logo

ab-jógúrt

-án laktósa

Jógúrtið er framleitt úr próteinbættri íslenskri kúamjólk með aðfer sem tryggir niðurbrot á öllum mjólkursykri. Auk hefðbundna jógúrtgerla eru A og B gerlar einnig notaðir. Við það fær jógúrtið mýkri áferð og hollustan eykst.

Fáanlegt í 180g dósum.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa

Salatfeti

-án laktósa

Salatfetinn er fyrsti osturinn sem ARNA ehf framleiðir. Stefnt er að langri röð ostabræðra og systra í fyrirsjáanlegri framtíð. Fetinn frá ÖRNU er laktósafrír og er unninn frá sama grunni og allar aðrar framleiðsluvörur ÖRNU.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa

Nýmjólk og Léttmjólk

-án laktósa

Arna framleiðir tvær tegundir af drykkjarmjólk úr íslenskri kúamjólk þar sem búið er að kljúfa mjólkursykurinn. Léttmjólkin er fituskert eins og venjuleg léttmjólk og Nýmjólkin er sem önnur Nýmjólk. Báðar tegundir eru því úrvals vörur fyrir alla með mjólkursykursóþol eða kjósa einfaldlega bragðgóðar og hollar vörur – án laktósa.

Fáanlegt í 1 líters fernum.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa

ab – mjólk

-án laktósa

Við framleiðslu á AB-mjólkinni er notuð aðferð sem tryggir niðurbrot alls mjólkursykurs án áhrifa á bragðgæði hennar. Hún er með mildu og léttu súrbragði af A og B gerlum sem haldast virkir í gegnum meltingarveginn. AB-mjólkin inniheldur sömu vítamín og bætiefni og önnur mjólk en meira prótein. AB-mjólkin er því kjörin fyrir þá sem hafa mjólkursykursóþol eða kjósa mataræði án laktósa.

Dagleg neysla AB-mjólkur stuðlar þannig að bættri heilsu og vellíðan.

Fáanleg í 1 líters fernum.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa

Rjómi 36%

-án laktósa

Örnu rjóminn er framleiddur úr íslenskri kúamjólk með aðferð sem tryggir niðurbrot alls mjólkursykurs og er sérstaklega þróaður til að mæta þörfum þeirra sem hafa mjólkursykursóþol. Rjóminn inniheldur 36% fitu og hentar afar vel til allrar matargerðar og veisluhalda.

Nánar
 • lactofree-an-laktosa