-Óhrært pokaskyr
Óhrært pokaskyr 2017-09-28T09:59:12+00:00

Óhrært pokaskyr

-án laktósa

Arna framleiðir óhrært skyr með aldagamalli aðferð þars em mysan er síuð frá í léreftspokum eins og gert hefur verið á Íslandi frá fyrstu tíð. Skyrið er sýrt með ekta íslenskum skyrgerlum, inniheldur hátt hlutfall af hágæða próteinum, lítið af kolvetnum, enga fitu og er án allra aukaefna.

Skyrið er í 500g dósum og ber hið norræna hollustumerki skráargatið. Skráargatið er norræn merking fyrir þær matvörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki og er ætlað að auðvelda neytendum að velja sér holla matvöru.

Innihaldslýsing

Innihald: Undanrenna, skyrgerlar, ostahleypir. Mjólkursykurinn hefur verið klofinn með hvata.

Næringargildi í 100 g:    
Orka 313 kJ/75 kkal  
Fita 0,2 g  
Þar af mettuð fita 0,1 g  
Kolvetni 3,3 g  
Þar af glúkósi/galaktósi 3,3 g  
Þar af mjólkursykur 0 g  
Prótein 14,9 g  
Salt 0,1 g  
    NV**
B2 vítamín 0,28 µg 20%
Fosfór 175 mg 25%
Kalk 103 mg 15%

**Hlutfall af næringarviðmiðunargildum. Kælivara: Geymist í kæli við 0-4°C

  • lactofree-an-laktosa
  • stevia-logo